Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. desember 2020 13:01
Magnús Már Einarsson
18 smit í ensku úrvalsdeildinni - Hæsta tala tímabilsins
Walker og Jesus eru á meðal smituðu.
Walker og Jesus eru á meðal smituðu.
Mynd: Getty Images
18 kórónuveirusmit greindust hjá leikmönnum og starfsmönnum í ensku úrvalsdeildinni í skimunum í síðustu viku.

1479 leikmenn og starfsmenn félaga fóru í kórónuveirupróf í síðustu viku og 18 greindust smitaðir. Um er að ræða hæstu tölu smita í einni viku síðan tímabilið hófst.

Fjögur smit voru hjá Manchester City en Kyle Walker, Gabriel Jesus og tveir starfsmenn liðsins greindust með smit. Fleiri greindust smitaðir hjá City í gær en þeir eru ekki inn í smittölum síðustu viku.

Arsenal hefur einnig staðfest að varnarmaðurinn Gabriel Magalhaes sé með veiruna.

Allir þeir sem greinast smitaðir fara í tíu daga einangrun en hækkandi smittölur á Englandi undanfarna daga hafa valdið miklum áhyggjum þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner