Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. desember 2020 21:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Besta meðalið er að vinna leiki
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann sinn anna deildarleik í röð þegar liðið hafði betur gegn Brighton í kvöld.

Arsenal er komið í 13. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var ánægður með sigurinn á Brighton.

„Við erum búnir að vera í vandræðum með að ná í góð úrslit og vitum það vel. Það gaf okkur mikið sjálfstraust að vinna Chelsea. Að koma hingað og ná í annan sigur er gríðarlega mikilvægt," sagði Arteta eftir leikinn.

„Ég er stoltur af strákunum og ánægður með úrslitin. Lacazette er að standa sig vel og hann er fullur sjálfstrausts. Við vildum fá ferskleika inn í seinni hálfleikinn."

„Við litum mun betur út í seinni hálfleiknum og vorum að spila meira fram á við."

„Besta meðalið er að vinna leiki. Myndin lítur mun betur út núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner