Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. desember 2020 16:21
Fótbolti.net
Uppboð á málverki Tolla á Fótbolta.net - 700.000
Málverkið sem er á uppboði þetta árið. Það má skoða á Matstöðinni, Höfðabakka 9, Reykjavík allan mánuðinn.
Málverkið sem er á uppboði þetta árið. Það má skoða á Matstöðinni, Höfðabakka 9, Reykjavík allan mánuðinn.
Mynd: Tolli
Fótbolti.net og listamaðurinn Tolli taka höndum saman í desember eins og undanfarin ár og bjóða upp málverk eftir Tolla hér á vefnum.

Uppboðið stóð til þriðjudagsins 29. desember klukkan 17:00. Þegar uppboðinu lauk var hæsta boð 700.000. Verkið verður afhent á næstu dögum og upphæðin rennur til Bjartrar sýnar.

Hæsta boð: 700.000,-

Málverkið í ár sem er 80 x 100 cm að stærð er af Snæfellsjökli. Það má sjá hér með fréttinni en áhugasamir lesendur gátu séð málverkið á Matstöðinni, Höfðabakka 9, Reykjavík allan mánuðinn.

Uppboðið stóð til 17:00 þriðjudaginn 29. desember

Sendið upplýsingar um upphæð og nafn bjóðanda á netfangið [email protected].

Við uppfærðum svo fréttina jafnóðum með hæsta boð en nöfn bjóðenda birtast ekki á vefnum. Lokadagur tilboða er sunnudaginn 29. desember klukkan 17:00.

Öll upphæðin mun renna til Bjartrar sýnar að þessu sinni. Björt sýn er styrktarfélag fyrir Ikhlaas munaðarleysingja heimilið í Oyugis, Kenía.

Þetta er fimmta árið í röð sem við stöndum fyrir þessu jólauppboði á málverki Tolla og öll árin rann öll upphæðin í gott málefni.
2019 Björt sýn: 560.000
2018 ABC barnahjálp: 713.000
2017 Samhjálp: 682.000
2016 Fjölskylduhjálp Íslands: 620.000

Fótbolti.net er þakkláttur fyrir velvild Tolla með þessu samstarfi og mikil ánægja að geta látið gott af okkur leiða í jólamánuðinum.

Sem fyrr segir fær Björt sýn alla upphæðina. Smelltu hér til að kynna þér samtökin á Facebook síðu þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner