Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 29. desember 2020 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man Utd og Wolves: Pogba og Cavani byrja
Solskjær setur Cavani í byrjunarliðið í kvöld.
Solskjær setur Cavani í byrjunarliðið í kvöld.
Mynd: Getty Images
Síðasti leikur kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er athyglisverður. Manchester United tekur þá á móti Úlfunum á Old Trafford. Flautað verður til leiks 20:00 og byrjunarliðin eru klár.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, gerir sex breytingar frá jafnteflinu gegn Leicester á dögunum. Aaron Wan-Bissaka, Alex Telles, Nemanja Matic, Paul Pogba, Mason Greenwood og Edinson Cavani koma inn í byrjunarliðið.

Anthony Martial þarf að gera sér það að góðu að byrja á bekknum í kvöld.

Hjá Wolves byrjar Ki-Jana Hoever, fyrrum leikmaður Liverpool, sinn fyrsta leik fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Man Utd er í fjórða sæti og Wolves í 12. sæti.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Wan-Bissaka, Bailly, Maguire, Telles, Matic, Pogba, Fernandes, Greenwood, Rashford, Cavani
(Varamenn: Henderson, Mata, Martial, Fred, James, Shaw, Van de Beek, Tuanzebe, McTominay)

Byrjunarlið Wolves: Rui Patricio, Hoever, Kilman, Coady, Saiss, Ait Nouri, Neves, Moutinho, Traore, Vitinha, Neto
(Varamenn: Ruddy, Podence, Silva, Semedo, Cundle, Richards, Otasowie, Corbeanu, Marques)

Leikir kvöldsins:
18:00 West Brom - Leeds
18:00 Southampton - West Ham
18:00 Burnley - Sheffield Utd
18:00 Brighton - Arsenal
20:00 Man Utd - Wolves
Athugasemdir
banner
banner
banner