Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. desember 2020 20:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet: Ég er ungur þjálfari og ég ætla mér lengra
Elísabet er þjálfari ársins.
Elísabet er þjálfari ársins.
Mynd: Kristianstad
Landsliðsþjálfarastarf Íslands er laust eins og er.
Landsliðsþjálfarastarf Íslands er laust eins og er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir var valin þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem kona er valin þjálfari ársins hér á Íslandi, en þetta er í níunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Elísabet er gríðarlega vel að þessum verðlaunum komin. Elísabet hefur þjálfað Kristianstad í Svíþjóð frá 2009 en í ár náði liðið sínum besta árangri í sögunni. Kristianstad hafnaði í þriðja sæti og mun spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Þetta er búið að vera frábært ár fótboltalega," sagði Elísabet á RÚV þegar tilkynnt var um verðlaunin.

„Ég er ótrúlega þrjósk og hef haft það sem stórt markmið að spila í Meistaradeild Evrópu með litla appelsínugula Kristianstad. Nú er það að gerast. Þetta sýnir það að maður verður að hafa stóra drauma og trúa á þá."

Elísabet var spurð út í framtíðina en hún hefur núna þjálfað Kristianstad í 11 ár.

„Ég veit að það styttist í endalokin hérna. Ég hef sagt það við sjálfa mig og alla aðra sem ég er að vinna með. Það væri æðislegt að geta unnið sænsku deildina en ég geri mér líka grein fyrir því að þetta er lítill bær og lítið félag. Það er erfitt að komast mikið lengra með þetta félag."

„Ég er ungur þjálfari og ég ætla mér lengra. Ég er farin að skoða næstu skref."

Landsliðsþjálfarastarf Íslands er laust og hún hefur verið orðuð við starfið. Elísabet var spurð hvort hún sæi fyrir sér að þjálfa landsliðið í framtíðinni.

„Alveg klárlega," sagði Elísabet en hún vildi annars ekki mikið segja um það. „Ég sit í stofunni heima og var að taka á móti flottum verðlaunum. Svo held ég áfram að lesa fréttir frá Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner