Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. desember 2020 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Dramatískur sigur Man Utd - Heppni í markinu
Rashford gerði sigurmark Man Utd.
Rashford gerði sigurmark Man Utd.
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 1 - 0 Wolves
1-0 Marcus Rashford ('90 )

Manchester United hafði betur gegn Úlfunum þegar liðin áttust við í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leikir þessara liða hafa ekki verið mjög skemmtilegir í gegnum tíðina og þessi leikur var ekki skemmtilegur.

Úlfarnir komu á Old Trafford og voru gríðarlega skipulagðir. Þeir voru sterkari í fyrri hálfleiknum og Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var þungur á svip þegar hann gekk til búningsklefa í hálfleik.

Seinni hálfleikurinn var ekki heldur mikið fyrir augað og leikurinn virtist ætla að enda markalaus. En í uppbótartímanum skoruðu heimamenn það sem reyndist eina markið í leiknum. Marcus Rashford átti þá skot sem fór af varnarmanni og í markið. Það var heppnisstimpill yfir markinu, svona eins og yfir marki Jamie Vardy þegar hann jafnaði seint fyrir Leicester gegn Man Utd á dögunum.

Í kvöld fara Man Utd-menn glaðir heim. Þeir eru með í toppbaráttunni; eru í öðru sæti með tveimur stigum minna en erkifjendur sínir Liverpool. Wolves geta verið mjög svekktir með þessa niðurstöðu. Úlfarnir eru í 12. sæti.

Önnur úrslit:
England: Saka gaf á Laca - Alltaf veisla hjá Leeds
Athugasemdir
banner
banner