Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. desember 2020 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Saka gaf á Laca - Alltaf veisla hjá Leeds
Arsenal vann sinn annan sigur í röð.
Arsenal vann sinn annan sigur í röð.
Mynd: Getty Images
Það er alltaf hægt að búast við mörkum þegar Leeds spilar.
Það er alltaf hægt að búast við mörkum þegar Leeds spilar.
Mynd: Getty Images
Ben Mee skoraði sigurmark Burnley.
Ben Mee skoraði sigurmark Burnley.
Mynd: Getty Images
Arsenal virðist vera komið á skrið í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann góðan útisigur á Brighton í kvöld. Þetta er annar sigur liðsins í röð í deildinni.

Arsenal hefur verið í miklu basli það sem af er á tímabilinu. Brighton stjórnaði ferðinni í fyrri hálfleiknum og var líklegri aðilinn, en í seinni hálfleik sóttu gestirnir aðeins í sig veðrið og á 66. mínútu skoraði Alexandre Lacazette stuttu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Bukayo Saka, besti leikmaður Arsenal á tímabilinu, átti stoðsendinguna.



Þetta mark reyndist nóg fyrir Arsenal til að vinna leikinn. Arsenal er komið í 13. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Brighton er í 17. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

Alltaf skemmtilegt að horfa á leiki Leeds
Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma. Það er alltaf hægt að taka fram poppkornið þegar Leeds er að spila því lærisveinar Marcelo Bielsa skora fullt af mörkum og fá líka á sig fullt af mörkum.

Í kvöld héldu þeir hreinu í annan leikinn í röð þegar þeir tóku á móti liði Sam Allardyce, West Brom. Romaine Sawyers kom Leeds yfir með ansi klaufalegu sjálfsmarki. Leeds datt heldur betur í gírinn við það og bætti við þremur mörkum til viðbótar í fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum skoraði Brasilíumaðurinn Raphinha fimmta markið og lokatölur 5-0 fyrir Leeds.

Leeds er í 11. sæti með 23 stig og West Brom er í næst neðsta sæti með átta stig.

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem hafði betur gegn lánlausum Sheffield United-mönnum. Sheffield United situr á botni deildarinnar með aðeins tvö stig. Burnley er í 16. sæti með 16 stig.

Southampton og West Ham gerðu markalaust jafntefli og óþarfi að eyða of mörgum orðum um þann leik. Southampton er í níunda sæti með 26 stig og West Ham í tíunda sæti með 23 stig.

Brighton 0 - 1 Arsenal
0-1 Alexandre Lacazette ('66 )

Burnley 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Ben Mee ('32 )

Southampton 0 - 0 West Ham

West Brom 0 - 5 Leeds
0-1 Romaine Sawyers ('9 , sjálfsmark)
0-2 Ezgjan Alioski ('31 )
0-3 Jack Harrison ('36 )
0-4 Rodrigo Moreno ('40 )
0-5 Raphinha ('72 )

Klukkan 20:00 hefst leikur Man Utd og Wolves. Smelltu hérna til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner