Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. desember 2020 16:00
Ungstirnin
Frá Bodö/Glimt til AC Milan - „Hann er ótrúlega góður"
Jens Petter Hauge fagnar marki með AC Milan.
Jens Petter Hauge fagnar marki með AC Milan.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ítalska stórliðið AC Milan keypti kantmanninn Jens Petter Hauge frá norsku meisturunum í Bodö/Glimt eftir að liðin mættust í Evrópudeildinni í haust.

Hinn 21 árs gamli Jens Petter hefur stimplað sig strax inn hjá AC Milan og vakið athygli fyrir fínar innkomur í leiki á þessu tímabili.

Alfons Sampsted var liðsfélagi Jens Petter hjá Bodö/Glimt og hann ræddi norska leikmanninn í nýjast þætti af „Ungstirnunum."

„Hann er búinn að standa sig vel. Hann skoraði á móti Napoli og er búinn að skora í Evrópudeildinni. Hann er búinn að vera flottur," sagði Alfons um Jens Petter.

„Ég hélt að það myndi taka hann tíma að aðlagast þeirra styrkleika en hann kom beint inn, fær boltann og keyrir á menn. Hann spilar sinn leik þrátt fyrir að þetta sé AC Milan á San Siro. Ég er mjög hrifinn af því hvernig hann hefur gert þetta."

„Hann er ótrúlega góður. Hann spilar vinstri kant og ég hægri bakvörð þannig að við mættumst á öllum æfingum. Hann hefur þann eiginleika ða hann getur verið á mjög miklum hraða og skipt um skoðun. Hann bíður bara eftir að ég geri mistök og fer síðan framhjá mér. Það eru mjög fáir sem hafa þennan eiginleika."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild.
Ungstirnin - Jón Dagur og Alfons takast á
Athugasemdir
banner
banner