Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 29. desember 2020 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hasenhuttl í sóttkví
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: Getty Images
Ralp Hasenhuttl, stjóri Southampton, mun ekki stýra liði sínu frá hliðarlínunni í kvöld.

Southampton tekur á móti West Ham heim í ensku úrvalsdeildinni í leik semm byrjar 18:00.

Sjá einnig:
England - Byrjunarlið: Aubameyang kemur inn í lið Arsenal

Hasenhuttl getur ekki stýrt liði sínu þar sem hann er í sóttkví. Fjölskyldumeðlimur hans greindist með kórónuveiruna og þarf Hasenhuttl að vera í sóttkví. Hækkandi smittölur á Englandi undanfarna daga hafa valdið miklum áhyggjum þar í landi.

Hasenhuttl mun reyna eftir bestu getu að stjórna leiknum heima frá. Hann verður í samskiptum við þjálfarateymi sitt.

Southampton er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en getur með sigri í kvöld farið upp í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner