Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. desember 2020 10:07
Magnús Már Einarsson
Íþróttamaður ársins útnefndur í kvöld
Sara Björk Gunnarsdóttir vann árið 2018.  Vinnur hún aftur í ár?
Sara Björk Gunnarsdóttir vann árið 2018. Vinnur hún aftur í ár?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttamaður ársins verður útnefndur í beinni útsendingu á RÚV í kvöld klukkan 19:40. Fjórir fótboltamenn eru á meðal þeirra tíu sem koma til greina í valinu í ár.

Glódís Perla Viggósdóttir, Gylfi Þór Sigurðsson og Sara Björk Gunnarsdóttir voru á topp tíu listanum í fyrra og þau eru aftur núna. Ingibjörg Sigurðardóttir, sem átti magnað tímabil með Vålerenga í Noregi, kemst einnig á listann í ár.

Glódís, Ingibjörg og Sara voru allar mikilvægar í góðum árangri kvennalandsliðsins á árinu, en liðið tryggði sér farseðilinn á EM í Englandi. Sara verður að teljast mjög líkleg til að hreppa verðlaunin í annað sinn þar sem hún vann Meistaradeild Evrópu með Lyon þar sem hún skoraði í úrslitaleiknum. Hún var valin íþróttamaður ársins 2018.

Gylfi Þór hefur tvisvar sinnum áður verið valinn íþróttamaður ársins, en hann leikur með Everton á Englandi og íslenska landsliðinu auðvitað.

Þá koma þrír fótboltaþjálfarar til greina í valinu á þjálfara ársins. Það eru nýráðinn þjálfari A-landsliðs karla, Arnar Þór Viðarsson, sem kom U21 landsliðinu á EM. Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, í Svíþjóð.

Þá eru einnig bara fótboltalið sem koma til greina í vali á liði ársins. Það eru Íslandsmeistarar kvenna, Breiðablik, U21 landslið karla og kvennalandsliðið sem tryggði sér farseðilinn á EM.

Topp 10 í stafrófsröð
Anton Sveinn McKee
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðni Valur Guðnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Martin Hermannsson
Sara Björk Gunnarsdóttir
Tryggvi Snær Hlinason

Þjálfarar:
Arnar Þór Viðarsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Heimir Guðjónsson

Lið:
Breiðablik kvenna fótbolti
Ísland U21 karla fótbolti
Ísland A-landslið kvenna
Athugasemdir
banner
banner
banner