Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. desember 2020 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leikurinn gegn Liverpool mjög góður en þetta var skelfing"
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
„Leeds er stórkostlegt lið, mér finnst þeir magnaðir. Við sáum frábæra frammistöðu gegn Liverpool en vörðumst ekki rétt í kvöld," sagði Sam Allardyce, stjóri West Brom, eftir 5-0 tap gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Leeds vann 5-0 og þeir áttu það skilið. Það var sjokk að sjá svona slaka frammistöðu og við verðum að leggja mikið á okkur til að bæta úr þessu. Stöðugleiki er allt fyrir okkur. Við erum ekki að finna stöðugleika í að sækja og verjast rétt."

„Þegar við misstum boltann og reyndum að verjast, það var hræðilegt. Við verðum að ná réttu jafnvægi í hlutina... lífið verður erfitt ef förum ekki að ná í góð úrslit fljótt."

„Við verðum að passa á að þetta gerist ekki aftur. Leikurinn gegn Liverpool var mjög góður, en þetta var skelfing."

West Brom er í næst neðsta sæti með átta stig. Mun Stóri Sam versla í janúar?. „Við verðum að fá inn leikmenn sem eru betri en þeir sem við erum nú þegar með. Það er fullt af leikmönnum í boði en munu þeir leikmenn koma með eitthvað inn í okkar leik?"
Athugasemdir
banner
banner
banner