banner
   þri 29. desember 2020 10:31
Magnús Már Einarsson
Pochettino að taka við PSG - Brottrekstur Tuchel staðfestur
Pochettino tekur við.
Pochettino tekur við.
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur staðfest að Thomas Tuchel hafi verið rekinn frá félaginu.

Fréttir af þessu bárust í síðustu viku en PSG staðfesti fréttirnar í dag eftir að hafa náð samkomulagi um að borga Tuchel fimm milljónir punda í starfslokasamning.

„Ég vil þakka Thomas Tuchel og starfsfólki hans fyrir allt sem þau færðu félaginu. Thomas hefur sett mikla orku og ástríðu í vinnu sína og við munum minnast góðu tímanna saman. Ég óska honum alls hins besta í framtíðinni," sagði Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG.

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, verður væntanlega ráðinn nýr þjálfari PSG.

Pochettino spilaði með PSG frá 2001 til 2003 og hefur áður lýst því yfir að hann vilji þjálfa liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner