Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. desember 2020 16:45
Magnús Már Einarsson
Pulis rekinn eftir rifrildi um leikmannakaup
Mynd: Getty Images
Tony Pulis var óvænt rekinn frá Sheffield Wednesday í gær eftir einungis 45 daga í starfi.

Sheffield Wednesday hefur einungis unnið einn af tíu leikjum undir stjórn Pulis en liðið er í næstneðsta sæti í Championship deildinni.

Pulis var þó ekki einungis rekinn fyrir árangurinn innan vallar heldur var ósætti á milli hans og stjórnar Sheffield Wednesday um leikmannakaup.

Sky Sports segir að Pulis og Sheffield Wednesday hafi verið ósammála um það hvernig ætti að styrkja leikmannahópinn í félagaskiptaglugganum í janúar.

Pulis vildi einnig fá meiri pening til leikmannakaupa en Sheffield Wednesday gat boðið.
Athugasemdir
banner