banner
   þri 29. desember 2020 14:00
Enski boltinn
„Rúnar Alex þarf að fara að spila fullt af leikjum"
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson
Mynd: Getty Images
„Ég reikna fastlega með því að Arsenal kaupi markmann," sagði Arsenal stuðningsmaðurinn Jón Kaldal í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í gær. Í þættinum var meðal annars rætt um mögulegar hreyfingar hjá Arsenal í janúar glugganum.

Arsenal seldi Emiliano Martinez til Aston Villa í sumar og fékk Rúnar Alex Rúnarsson frá Dijon í staðinn. Rúnar Alex fékk mikla gagnrýni eftir 4-1 tap gegn Manchester City í enska deildabikarnum í síðustu viku.

„Ég held að okkar maður Rúnar Alex hafi tekið of stórt skref. Það er gott að vera með meiri samkeppni um markvarðarstöðuna, aðallega um að komast á bekkinn."

„Arsenal reyndi að kaupa David Raya frá Brentford þannig að það kæmi mér á óvart ef þeir myndu ekki bæta við sig þar og örugglega lána Rúnar Alex. Hann er á þeim aldri að hann þarf að fara að spila fullt af leikjum,"
sagði Jón.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Langþráður Arsenal sigur og frábær Bruno
Athugasemdir
banner
banner
banner