Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 29. desember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Sænsku meistararnir leggja niður liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvænt tíðindi hafa borist frá Svíþjóð en Kopparbergs/Gautaborg FC, sænsku meistararnir í kvennaflokki, hafa lagt niður meistaraflokk hjá félaginu.

Kopparbergs/Gautaborg FC varð sænskur meistari í nóvember en nú hefur félagið tilkynnt að það muni ekki taka þátt í sænsku úrvalsdeildinni á næsta ári.

Kopparbergs/Gautaborg FC var stofnað árið 2003 og hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Liðið varð sænskur meistari í fyrsta skipti í ár.

Samkvæmt fréttum frá Svíþjóð er liðið að leggja niður störf þar sem reksturinn gengur erfiðlega. Félagið leitaði eftir að fara í samstarf við IFK Gautaborg en ekki náðist samkomulag um það.

Ákvörðunin um að leggja niður félagið var tekin eftir að það tapaði gegn Manchester City í Meistaradeildinni 17. desember. Leikmenn og starfsmenn félagsins fengu að vita fréttirnar í morgun.

„Það er ekkert stutt svar yfir það af hverju við gerum þetta en þetta er best til lengri tíma litið," sagði Peter Bronsman formaður Kopparbergs/Gautaborg FC.
Athugasemdir
banner
banner
banner