Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. desember 2020 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Santiago Solari kominn með nýtt starf
Santiago Solari.
Santiago Solari.
Mynd: Getty Images
Santiago Solari, fyrrum stjóri Real Madrid, er kominn með nýtt starf í fótboltanum eftir langa bið.

Solari er tekinn við sem þjálfari Club America, sem er eitt stærsta félagið í Mexíkó.

Hinn 44 ára gamli Solari var síðast þjálfari Real Madrid. Hann stýrði félaginu frá nóvember 2018 til mars 2019. Hann var rekinn og Zinedine Zidane ráðinn í hans stað.

Solari talaði um það fyrr á árinu að hann vildi stýra félagi á Englandi en hann er núna kominn til Mexíkó.

Solari var landsliðsmaður Argentínu sem leikmaður og spilaði hann með félögum á borð við River Plate, Real Madrid og Inter.
Athugasemdir
banner
banner