Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. desember 2020 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara Björk: Svo kemur nýtt ár
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020, en hún fékk metfjölda stiga í kosningunni.

„Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér, eitt mitt besta ár á ferlinum. Ég náði öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta ár," sagði Sara á RÚV.

Sara Björk átti magnað ár. Hún vann Meistaradeild Evrópu með Lyon þar sem hún skoraði í úrslitaleiknum. Hún var þá fyrirliði Íslands sem tryggði sér þáttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Englandi 2022.

Sara varð þar að auki leikjahæsta landsliðskona sögunnar á árinu og er núna fyrst kvenna sem er valin íþróttamaður ársins í tvígang.

„Svo kemur nýtt ár. Maður verður að reyna að halda áfram að toppa sjálfan sig."

„Það eru einhver markmið sem ég á eftir að ná. Ég á eftir að vinna frönsku úrvalsdeildina og svo vill maður verja titlana; bikarinn með Lyon og Meistaradeildina. Það er áskorun."

Sara var svo spurð út í landsliðið. „Ég hef fulla trú á liðinu. Mér finnst við vera með eitt okkar besta lið í langan tíma. Við erum með unga leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega... Þær eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár (fram að EM) mun gefa okkur tíma til að verða betri og fá meiri reynslu. Svo ætlum við að gera eitthvað á EM."

Sjá einnig:
Konur unnu öll verðlaunin - „Þetta er kvennaárið"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner