Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 29. desember 2020 22:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Það er hefð hjá þessu félagi
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Manchester United er farið að vinna leiki í 'Fergie time' undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Man Utd vann 1-0 sigur á Wolves í kvöld þar sem Marcus Rashford skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

„Við töluðum það á fundi snemma á tímabilinu; að fara að vinna stig undir lokin í leikjum. Það er hefð hjá þessu félagi," sagði Solskjær eftir leikinn.

„Núna erum við farnir að vinna stig með því að klára leiki vel og það er bæði út af líkamlegu og andlegu ástandi okkar. Við erum með hóp núna sem er sterkari andlega og líkamlega. Við erum búnir að æfa vel, spila fullt af leikjum og strákarnir eru að komast í betra og betra form."

Man Utd er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir erkifjendum sínum. Getur liðið barist um titilinn?

„Við einbeitum okkur bara að næsta leik. Ég er mjög leiðinlegur en við getum ekki hugsað langt fram í tímann. Við erum í góðri stöðu en mótið er ekki einu sinni hálfnað."

„Við spiluðum ekki eins vel og við vildum gera, en við unnum leik gegn mjög erfiðum liði. Þetta er fyrsti sigurinn minn gegn þeim í deildinni. Fyrir mig er það mikið skref fram á við að liðið spilaði ekki vel en vann samt," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner