Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 29. desember 2020 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Mikið fjör þegar Levante og Betis áttust við
Levante fór með sigur af hólmi.
Levante fór með sigur af hólmi.
Mynd: Getty Images
Þá er allir leikir dagsins í spænsku úrvalsdeildinni búnir.

Leikur Cadiz og Valladolid endaði með markalausu jafntefli en það var aðeins meira fjör þegar Levante og Betis áttust við.

Levante tók 4-1 forystu í byrjun seinni hálfleiks en misstu svo mann af velli með rautt spjald á 68. mínútu. Það hafði mikil áhrif á leikinn og Sergio Canales gerði tvö mörk fyrir Betis áður en leiknum lauk. Gestirnir komust hins vegar ekki lengra og lokatölur 4-3 fyrir Levante.

Cadiz er í níunda sæti La Liga, Betis í tíunda, Levante í tólfta sæti og Valladolid í því átjánda.

Cadiz 0 - 0 Valladolid

Levante 4 - 3 Betis
1-0 Oscar Duarte ('2 )
1-1 Aissa Mandi ('12 )
2-1 Jose Luis Morales ('22 )
3-1 Jose Luis Morales ('24 )
4-1 Roger Marti ('55 )
4-2 Sergio Canales ('78 , víti)
4-3 Sergio Canales ('86 )
Rautt spjald: Rober Pier, Levante ('68)

Önnur úrslit:
Spánn: Barcelona missteig sig í fjarveru Messi
Athugasemdir
banner
banner
banner