Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. desember 2020 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam vill hlé en Solskjær ekki
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Núna er komin upp sú umræða að gera tveggja vikna hlé í ensku úrvalsdeildinni í næsta mánuði.

Samkvæmt Telegraph þá hafa stjórnarformenn félaga í ensku úrvalsdeildinni rætt sín á milli um hlé í næsta mánuði til að vernda leikmenn og starfsmenn.

Hækkandi smittölur á Englandi undanfarna daga hafa valdið miklum áhyggjum þar í landi. Átján kórónuveirusmit greindust hjá leikmönnum og starfsmönnum í ensku úrvalsdeildinni í skimunum í síðustu viku, en um er að ræða hæstu tölu smita í einni viku síðan tímabilið hófst.

Leik Manchester City og Everton var frestað í gær vegna hópsmits innan herbúða Man City og samkvæmt fréttum frá Englandi þá er leikur Tottenham og Fulham á morgun í hættu vegna smita sem komið hafa upp hjá Fulham.

Sam Allardyce, stjóri West Brom sem er í næst neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, telur að það væri gott að fá hlé á meðan staðan er eins og hún er.

„Öryggi allra er númer eitt, tvö og þrjú. Ég er 66 ára gamall og það síðasta sem ég vil er að fá Covid. Ég hef miklar áhyggjur af mér sjálfum og fótbolta almennt," sagði Stóri Sam sem vill að hlé verði gert á fótbolta á meðan reynt er að tækla nýtt afbrigði veirunnar í Bretlandi.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar, vill ekki að það verði gert hlé. Solskjær er talsvert yngri en Allardyce, hann er 47 ára.

„Við sem hópur höfum gert mjög vel í að fylgja öllum reglum... ég sé ekki alveg hvað væri gott við það að taka hlé," sagði Solskjær eftir sigur á Wolves í kvöld.

Aðrir stjórar tjáðu sig einnig um málið í kvöld og má lesa nánar um það á vef Sky Sports. Sheffield United tapaði í kvöld fyrir Burnley, en nokkrir leikmenn og starfsmenn liðsins greindust með veiruna. Enginn byrjunarliðsmaður frá leiknum áður var smitaður og Chris Wilder, stjóri Sheffield United sem er á botni deildarinnar með tvö stig, segist bara vilja spila fótbolta.

Það er spurning hvað gerist á næstu dögum. Það eru leikir í deildinni á morgun og svo aftur á nýársdag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner