Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 29. desember 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður hlé gert á enska boltanum í janúar?
Það er ekki gott ástand á Bretlandseyjum núna.
Það er ekki gott ástand á Bretlandseyjum núna.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa rætt sín á milli um að stöðva leiktímabilið í tvær vikur í janúar.

Hækkandi smittölur á Englandi undanfarna daga hafa valdið miklum áhyggjum þar í landi. Átján kórónuveirusmit greindust hjá leikmönnum og starfsmönnum í ensku úrvalsdeildinni í skimunum í síðustu viku, en um er að ræða hæstu tölu smita í einni viku síðan tímabilið hófst.

Leik Manchester City og Everton var frestað í gær vegna hópsmits innan herbúða Man City.

Samkvæmt The Telegraph hafa stjórnarformenn félaga í ensku úrvalsdeildinni rætt sín á milli um hlé í næsta mánuði til að vernda leikmenn og starfsmenn.

Í kvöld var níu leikjum frestað í C-deild og D-deild á Englandi, ásamt leik Millwall og Watford í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner