Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. desember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zlatan gaf sjálfum sér þúsund hektara sænskan skóg
Mynd: Getty Images
Gazzetta dello Sport greindi frá því í gær að Zlatan Ibrahimovic hefði keypt sér skóg í Svíþjóð. Skógurinn, og landið sem honum fylgir, er sagt kosta um 3 milljónir evra og er um þúsund hektarar. Þokkalegasta jólagjöfin frá Zlatan til Zlatan.

Skógurinn er í fjöllunum við landamæri Svíþjóðar og Noregs nálægt Åre.

Samkvæmt frétt Gazzettunnar þá hefur Zlatan leyfi til þess að veiða bæði fisk og landdýr á svæðinu ásamt því að leika sér á snjóhjóli.

Zlatan er leikmaður AC Milan og hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Búast má við því að hann missi af tveimur leikjum til viðbótar áður en hann snýr til baka á völlinn með toppliði ítölsku Serie A.


Athugasemdir
banner
banner
banner