Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. desember 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Giroud að framlengja við Milan
Mynd: EPA

AC Milan mun staðfesta nýjan samning Olivier Giroud á næstu vikum eftir að franski sóknarmaðurinn samþykkti að vera áfram hjá félaginu.


Giroud er 36 ára gamall og búinn að skora 9 mörk í 19 leikjum með Milan á tímabilinu eftir að hafa gert 14 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð.

Hann endaði í öðru sæti með franska landsliðinu á HM þar sem hann leiddi sóknarlínuna í fjarveru Karim Benzema.

Fabrizio Romano greinir frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn á milli Giroud og Milan en samningur hans við Ítalíumeistarana hefði annars runnið út næsta sumar.

Giroud mun skrifa undir eins árs framlengingu og þá er félagið einnig að vinna í nýjum samningi fyrir miðjumanninn fjölhæfa Ismael Bennacer, 25 ára.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner