Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 29. desember 2022 19:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tyrkland: Lánsmaður frá West Ham tryggði Besiktas sigur á Adana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Besiktas 1-0 Adana


Birkir Bjarnason sat allan tíman á varamannabekknum hjá Adana Demirspor þegar liðið tapaði gegn Besiktas í tyrknesku deildinni í kvöld.

Eina mark leiksins kom eftir stundarfjórðung en það var Arthur Masuaku lánsmaður frá West Ham sem skoraði markið fyrir Besiktas.

Þetta tap þýðir að Adana mistókst að komast upp í 3. sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð.

Liðið er með 27 stig í 4. sæti eftir 15 umferðir en Besiktas setti pressu á Adana með sigrinum þar sem liðið er í 5. sæti, stigi á eftir Adana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner