Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 30. janúar 2020 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Danny Rose: Mikill heiður að vera hér
Rose er gríðarlega reyndur og á næstum 200 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni.
Rose er gríðarlega reyndur og á næstum 200 leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Danny Rose mun leika fyrir Newcastle út tímabilið og er hann þakklátur Steve Bruce, stjóra Newcastle, fyrir að treysta á sig.

Hinn 29 ára gamli Rose er ekki í byrjunarliðsáformum Jose Mourinho hjá Tottenham og rennur samningur hans við félagið út eftir næsta tímabil.

„Það er mér mikill heiður að vera hér og ég er þakklátur stjóranum fyrir að sýna mér þetta traust. Ég mun endurlauna honum það um leið og ég byrja að spila," sagði Rose við sjónvarpsstöð Newcastle.

„Newcastle er eitt af stærstu félögum Englands. Ég talaði við stjórann í gærkvöldi og hann sagði mér að það hefðu verið 50 þúsund áhorfendur á bikarleiknum gegn Oxford um síðustu helgi.

„Þessi ástríða er mikilvæg og ég hlakka til að spila fyrir þessa frábæru stuðningsmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner