Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 30. janúar 2020 16:02
Elvar Geir Magnússon
Fraser brást liðinu - Biður liðsfélagana afsökunar
Ryan Fraser.
Ryan Fraser.
Mynd: Getty Images
Ryan Fraser, leikmaður Bournemouth, viðurkennir að hafa ekki „spilað fyrir liðið" fyrri helming tímabilsins.

Þessi 25 ára leikmaður var orðaður við Arsenal síðasta sumar og segir að það hafi truflað sig og haft neikvæð áhrif á spilamennsku sína.

Bournemouth er í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og Fraser er bara með eitt mark og þrjár stoðsendingar hingað til.

„Mér leið illa yfir þessu. Síðasta mánuð hef ég reynt að koma mér á rétta braut," segir Fraser.

„Augljóslega hafði þetta mikil áhrif á mig fyrstu fjóra mánuði tímabilsins. Ég var ekki ég sjálfur, ég spilaði ekki fyrir liðið. Ég er bara hreinskilinn með það."

„Ég ræddi um þetta við fjölskyldu mína um þetta. Ég brást liðinu. Það hefði ekki átt að taka svona langan tíma að átta mig á þessu en ég er minn helsti gagnrýnandi og er búinn að biðja liðsfélagana afsökunar."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 33 23 5 5 77 26 +51 74
2 Liverpool 33 22 8 3 75 32 +43 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 33 12 7 14 46 53 -7 43
12 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
13 Bournemouth 33 11 9 13 48 60 -12 42
14 Crystal Palace 33 9 9 15 42 56 -14 36
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 33 10 8 15 34 48 -14 30
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 88 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner