Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. janúar 2020 10:08
Elvar Geir Magnússon
Kínversku deildinni frestað vegna kórónaveirunnar
Marouane Fellaini er leikmaður Shandong Luneng Taishan í Kína.
Marouane Fellaini er leikmaður Shandong Luneng Taishan í Kína.
Mynd: Getty Images
Kínverska knattspyrnusambandið hefur frestað tímabilinu í heild sinni um óákveðinn tíma vegna Wuhan-kórónaveirunnar sem breiðist hratt um.

Margar stjörnur spila í kínversku deildinni en þar má nefna Marouane Fellaini, Marko Arnautovic, Paulinho, Mousa Dembele, Odion Ighalo, Salomon Rondon og Oscar.

Mörg stærstu nöfn deildarinnar eru að reyna að komast í burtu.

Í yfirlýsingu kínverska knattspyrnusambandsins er sagt að sú ákvörðun að fresta deildinni í heild sinni sé tekin með velferð allra sem koma að fótboltanum í huga.

Alls eru 170 andlát staðfest í Kína af völdum Wuhan-kórónaveirunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner