Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. janúar 2020 14:47
Elvar Geir Magnússon
Man Utd boðið að fá Ighalo lánaðan
Ighalo í leik með Nígeríu gegn Íslandi á HM 2018.
Ighalo í leik með Nígeríu gegn Íslandi á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United hefur verið boðið að fá nígeríska sóknarmanninn Odion Ighalo lánaðan út tímabilið.

United er í leit að sóknarmanni og boðið kemur mjög óvænt upp. Ighalo, sem er 30 ára, er hjá Shanghai Shenhua í Kína þar sem hann hefur verið að leika vel.

Kínversku deildinni hefur hinsvegar verið frestað vegna kórónaveirunnar. Ighalo er sagður vera að ferðast aftur til Evrópu í dag.

Ighalo sagðist hafa hafnað því í fyrra að verða varaskeifa í sókn Barcelona en gæti nú farið í samskonar hlutverk hjá United.

Sóknarher United er fáliðaður en Marcus Rashford er meiddur.

Ighalo skoraði 36 mörk í 90 leikjum með Watford 2014-2017 en var svo keyptur til Kína fyrir 20 milljónir punda. Hann hefur raðað inn mörkum í kínversku deildinni.

Manchester United hefur einnig verið orðað við Islam Slimani, sóknarmann Leicester, sem vill losna frá Mónakó þar sem hann er á láni.
Athugasemdir
banner
banner