Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. janúar 2020 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: KR í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 1 Víkingur R. 5-3 í vítaspyrnukeppni
0-1 Óttar Magnús Karlsson ('6, víti)
1-1 Ægir Jarl Jónasson ('75)

KR og Víkingur R. mættust í fyrri undanúrslitaleik kvöldsins í Reykjavíkurmóti karla í Egilshöllinni.

Óttar Magnús Karlsson kom Víkingi yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og var staðan 0-1 í leikhlé.

Ægir Jarl Jónasson jafnaði leikinn fyrir KR með marki á 75. mínútu. Staðan var jöfn þegar flautað var til loks venjulegs leiktíma og því gripið til vítaspyrnukeppni.

KR-ingar skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum en Víkingar klúðruðu fyrstu spyrnunni og töpuðu því 5-3.

Valur og Fjölnir eigast núna við í seinni undanúrslitaleik kvöldsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner