fim 30. janúar 2020 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spænski bikarinn: Mirandes sló Sevilla úr leik
Mynd: Getty Images
Mirandes 3 - 1 Sevilla
1-0 Matheus Aias ('7)
2-0 Matheus Aias ('30)
2-0 Alvaro Pena, Mirandes ('54, misnotað víti)
3-0 Alvaro Rey ('85)
3-1 Nolito ('90)

Stjörnum prýtt lið Sevilla steinlá gegn Mirandes í spænska bikarnum í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn en heimamenn nýttu færin sín mun betur.

Matheus Aias skoraði tvennu á fyrsta hálftímanum, bæði mörkin komu eftir slakan varnarleik Sevilla. Í seinna markinu gerðist Ever Banega sekur um herfilega sendingu.

Alvaro Pena hefði getað aukið forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Tomas Vaclik varði spyrnuna.

Gestirnir lögðu allt í sóknina á lokakafla leiksins og var þeim refsað fyrir það. Alvaro Rey hljóp með knöttinn frá eigin vítateig og alla leið yfir völlinn þar sem hann endaði á að skora.

Nolito minnkaði muninn undir lokin og gerði hann eina mark Sevilla í vandræðalegu 3-1 tapi.

B-deildarlið Mirandes fer því áfram í 8-liða úrslit bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner