Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 30. janúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að Salah spili á Ólympíuleikunum
Salah á landsliðsæfingu.
Salah á landsliðsæfingu.
Mynd: Getty Images
Shawky Gharib, þjálfari egypska U23 landsliðsins, vonast til þess að Mohamed Salah verði með á Ólympíuleikunum í Tokyo í sumar. Hann segir þó að ákvörðunin sé leikmannsins.

Salah hefur átt flott tímabil og skoraði sitt tólfta mark þegar Liverpool vann West Ham í gær.

Egyptaland verður með lið á Ólympíuleikunum en stuðningsmenn Liverpool vonast frekar eftir því að Salah muni fá hvíld fyrir 2020-2021 tímabilið.

Á Ólympíuleikum spila leikmenn undir 23 ára aldri en heimilt er að nota þrjá eldri leikmenn.

„Salah er efstur á okkar blaði en það eru ýmsir þættir sem gætu haft áhrif á ákvörðun hans. Mótið er 23. júlí til 8. ágúst og það er á sama tíma og Liverpool er að búa sig undir nýtt tímabil," segir Gharib.

Hinn 27 ára Salah hjálpaði Liverpool að ná nítján stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner