Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. janúar 2023 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso rekinn frá Valencia - Voro tekur við í sjöunda sinn
Mynd: EPA
Voro Gonzalez.
Voro Gonzalez.
Mynd: Getty Images

Gennaro Gattuso er ekki lengur við stjórnvölinn hjá Valencia. Þetta staðfesti félagið með tilkynningu fyrir stuttu.


Gattuso tók við Valencia síðasta haust en félagið er aðeins komið með 20 stig eftir 18 fyrstu umferðir deildartímabilsins.

Valencia tapaði fallbaráttuslag gegn Real Valladolid í gær og var slegið úr leik í spænska bikarnum í síðustu viku.

Gattuso, sem hefur verið undir gífurlegri pressu vegna slæms gengis, missti stjórnar á skapi sínu eftir tapið gegn Valladolid í gær og hrinti myndatökumanni úr vegi sínum fyrir framan stuðningsmenn Valencia. 

Hinn 45 ára gamli Gattuso var við stjórnvölinn hjá Milan og Napoli áður en hann tók við Valencia.

Voro Gonzalez, sem lék með Valencia frá 1984 til 1993, tekur við þjálfarastarfinu til bráðabirgða. Hann hefur verið þjálfari innan herbúða Valencia síðastliðin 20 ár og fimm sinnum áður verið gerður að bráðabirgðaþjálfara aðalliðsins. Þá var hann ráðinn sem aðalþjálfari félagsins fyrir tímabilið 2016-17.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner