Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
MLS félög berjast um Hwang
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Félög úr MLS deildinni eru að berjast um suður-kóreiska sóknarmanninn Hwang Ui-jo. 


Hwang var einn af mörgum sem voru keyptir til Nottingham Forest síðasta sumar en var svo lánaður beint til Olympiakos í gríska boltanum, sem er í eigu sama aðila og Forest. Í Grikklandi átti Hwang þó erfitt uppdráttar og tókst ekki að skora í tólf tilraunum. Hann átti aðeins eina stoðsendingu áður en hann hætti að fá tækifæri með aðalliðinu.

Hwang, sem er sóknarmaður að upplagi en getur einnig spilað á báðum köntum, skoraði 29 mörk í 98 leikjum með Bordeaux í Frakklandi áður en hann var keyptur til Forest.

Forest situr þó ekki uppi með leikmanninn því félög úr MLS deildinni eru að keppast um að krækja í hann. Chicago Fire er búið að leggja fram opinbert tilboð og hefur Minnesota United einnig reynt að ná í hann en án árangurs.

Chicago er í viðræðum við Forest þessa dagana í tilraun til að komast að samkomulagi þar sem ekkert pláss virðist vera fyrir Hwang, hvorki hjá Forest né Olympiakos.

Hwang er 30 ára gamall og á 16 mörk í 53 landsleikjum fyrir Kóreu.


Athugasemdir
banner
banner