Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sporting vill Bellerín til að fylla í skarðið
Mynd: Getty Images

Sporting er að reyna að krækja í Hector Bellerín, hægri bakvörð Barcelona, til að fylla í skarðið fyrir Pedro Porro sem var seldur til Tottenham fyrir um 45 milljónir evra.


Bellerín er 27 ára gamall og rennur út af samningi næsta sumar. Hann þótti einn efnilegasti bakvörður heims á sínum tíma en slæm meiðsli drógu úr hraða hans og getu.

Hann var fastamaður í liði Arsenal í þrjú ár en á aðeins fjóra landsleiki að baki fyrir Spán. Hann gekk í raðir Barcelona á frjálsri sölu 1. september eftir að hafa samið um að enda samninginn við Arsenal og hefur komið við sögu í sjö leikjum á tímabilinu.

Bellerín er meðal lægst launuðu leikmanna Barcelona en hann elskar félagið og það gæti stöðvað hann frá því að samþykkja að skipta yfir til Sporting.


Athugasemdir
banner
banner
banner