Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2020 10:30
Elvar Geir Magnússon
Sex verstu leikmenn sem hafa unnið Meistaradeildina síðasta áratug
Ryan Bertrand.
Ryan Bertrand.
Mynd: Getty Images
Jese.
Jese.
Mynd: Getty Images
Alberto Moreno.
Alberto Moreno.
Mynd: Getty Images
Gianluigi Buffon, Roberto Baggio og Ruud van Nistelrooy hafa aldrei afrekað það að vinna Meistaradeildina. Stundum snýst þetta meira um heppni en gæði.

Mirror birti lista yfir 'sex verstu leikmenn' sem hafa fengið gullmedalíu í Meistaradeildinni síðustu tíu árin.

Ryan Bertrand (Chelsea)
Roberto Di Matteo lét Bertrand í byrjunarliðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hafði lítið spilað fyrir Chelsea og þetta val kom á óvart. Betrand var settur á vinstri kantinn til að aðstoða Ashley Cole við að halda Philipp Lahm og Arjen Robben á hægri væng Bayern München niðri.

Bertrand átti aðeins eftir að leika þrjá Meistaradeildarleiki í viðbót áður en hann var seldur til Southampton í febrúar 2015.

Jose Bosingwa (Chelsea)
Vann keppnina í annað sinn 2012 en hann hafði unnið hana með Porto 2004. Portúgalski bakvörðurinn hafði hraða sem fleytti honum langt og hann byrjaði í úrslitaleiknum gegn Bayern.

Bosingwa yfirgaf svo Chelsea sumarið eftir og féll með Queens Park Rangers næsta tímabil.

Jeremy Mathieu (Barcelona)
Frakkinn var fenginn sem varaskeifa til Börsunga 2014 en þá hafði hann aðeins einn titil á ferilskrá sinni, franska deildabikarinn með Sochaux 2004. Á fyrsta tímabili með Barcelona vann hann La Liga og Meistaradeildina.

Hann kom inn fyrir Ivan Rakitic í uppbótartíma þegar Barcelona vann Juventus í úrslitaleiknum.

Kiko Casilla – Real Madrid
Varamarkvörðurinn horfði á liðsfélaga sína klára þrjá úrslitaleiki í Meistaradeildinni. Yfirgaf Real svo loks í janúar og gekk i raðir Leeds United. Hann ggerði nokkur slæm mistök og var svo fundinn sekur um kynþáttafordóma í leik gegn Charlton. Hann fékk átta leikja bann.

Jese Rodriguez – Real Madrid
Jese sat við hlið Casilla á bekknum í úrslitaleiknum 2016 þegar Real Madrid vann erkifjendur sína í Atletico Madrid í vítaspyrnukeppni. Þeir félagar vory ekki kallaðir til í þessum spennuleik.

Jese fór til Paris Saint-Germain en hefur aðeins komið við sögu í tíu leikjum fyrir franska félagið síðustu fjögur ár. Hann hefur verið lánaður hingað og þangað en ekki náð að finna sig.

Alberto Moreno – Liverpool
Það vantaði ekki kraftinn og ástríðuna hjá Moreno en hann átti það til að gera dýrkeypt mistök og gerði sér ekki alltaf grein fyrir því sem var í gangi kringum hann.

Andy Robertson ýtti Moreno til hliðar og hefur þróast út í að vera einn besti vinstri bakvörður heims. Þremur dögum eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili var Moreno látinn fara á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner