banner
   mán 30. mars 2020 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Griezmann virkar ekki ánægður hjá Barcelona"
Antoine Griezmann á Laugardalsvelli síðasta haust.
Antoine Griezmann á Laugardalsvelli síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir stutta dvöl hjá Barcelona er strax farið að orða Antoine Griezmann frá félaginu.

Frakkinn gekk til liðs við spænsku risana frá Atletico Madrid á síðasta ári.

Eric Olhats er ekki nafn sem margir kannast við, hann er njósnarinn sem fann Antoine Griezmann fyrir Real Soicedad, þá var Frakkinn aðeins 13 ára gamall.

Hann segir það greinilegt að Griezmann sé ekki að finna sig á Nývangi.

„Mér fannst virkilega leiðinlegt að sjá hvernig dvöl hans hjá Atletico Madrid endaði, það voru miklar deilur þegar hann fór og mér fannst mjög erfitt að horfa upp á það. Ég skil samt algjörlega afhverju hann vildi fara til Barcelona, Barca er Barca," sagði njósnarinn Eric Olhats.

„Margir voru vissir um að leikstíll hans myndi passa vel inn í Barcelona liðið en ég hef ekki séð hann finna sitt besta form þar. Það fer ekkert á milli mála að það er ekki allt að ganga upp hjá honum núna, hann virkar ekki ánægður hjá félaginu. Ég á mjög erfitt með að horfa upp á þetta þar sem ég veit hvers hann er megnugur," sagði Eric að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner