Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 30. mars 2020 07:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Kane vill aflýsa tímabilinu ef ekki verður hægt að klára það fyrir lok júní
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Harry Kane hefur lagt sitt mat á framhaldið í ensku úrvalsdeildinni.

Einhverjar hugmyndir hafa verið uppi um að spila fram í júlí en Kane kann ekki að meta þá hugmynd, hann vill klára tímabilið en segir að það væri best ef það myndi gerast í síðasta lagi í júní.

„Mín skoðun sem leikmaður er að best væri auðvitað að klára tímabilið en einhversstaðar verður að setja mörkin og fyrir mér eru þessi mörk í lok júní."

„Ef ekki verður hægt að klára tímabilið fyrir lok júní mánaðar finnst mér að best væri að aflýsa því og fara hlakka til byrjunarinnar á næsta tímabili, ef við spilum lengur en það hefur það langvarandi áhrif og gæti t.d haft áhrif á Evrópumótið og Heimsmeistaramótið," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner