mán 30. mars 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Skoða að spila á hlutlausum völlum á Englandi í anda HM
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Úr leik í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
The Indpendent greinir frá því í dag að félög í ensku úrvalsdeildinni séu að ræða þann möguleika að klára tímabilið í júní og júlí með því að spila á hlutlausum völlum í London og Miðlöndum í Englandi. Spilað yrði fyrir luktum dyrum.

Liðin í deildinni fara þá öll á sitthvort hótelið þar sem þeir dvelja á
meðan mótið verður klárað.

Leikmenn verða því fjarri fjölskyldum sínum líkt um stórmót eins og HM væri að ræða.

Leikmenn yrðu reglulega skoðaðir vegna kórónuveirunnar og hægt væri að fara í sóttkví á hluta hótelanna ef einhverjir leikmenn greinast með veiruna á þessum tíma.

Um yrði að ræða risa sjónvarpsviðburð en stefnt er á að hafa alla 92 leikin sem eftir eru í beinni útsendingu ef af þessum áætlunum verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner