Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 30. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Van Persie rifjar upp þrumuræðu Ferguson: Urðaði yfir tvo leikmenn
Mynd: Getty Images
Robin van Persie var árið 2013 leikmaður Manchester United. Hann varð vitni að reiðiskasti Sir Alex Ferguson, stjóra liðsins, í kjölfar taps gegn Manchester City.

United var með fimmtán stiga forskot á toppi deildarinannar og segir van Persie að flestir stjórar hefðu ekki haft miklar áhyggjur af slíku tapi.

„En stjórinn varð mjög heitur. Tveir leikmenn fóru út á lífið í kjölfar tapsins og var stjórinn vægast sagt ósáttur með þá."

„Daginn eftir leik setti Sir Alex myndir á vegginn í búningsklefanum af tveimur leikmönnum á djamminu. Hann sagði við allan hópinn: 'Strákar, ef við vinnum ekki deildina er það út af þessum tveimur hálfvitum sem ákváðu að fara út á lífið."

„Ég veit hverjir það eru en get ekki sagt frá því. Stjórinn tók þá af lífi. Þetta var ótrúlegt. Hann var með myndir og sagði þarna voru þeir klukkan 2 um nóttina, þarna klukkan 3 og 4 o.s.frv. til að undirstrika hversu heimskulega þeir hefðu hegðað sér."

„Hann stoppaði ekki þarna og varaði okkur við því að ef einhver færi út á lífið áður en titilinn væri í höfn þá myndum við detta úr liðinu. Hann var miskunnalaus: 'Mér er alveg sama hverjir þið eruð eða hversu marga titla þið hafið unnið - Ef þið farið út á lífið áður en tímabilið klárast þá sel ég ykkur'."

„Eftir þessa ræðu upplifði ég tvær erfiðustu æfingar ferilsins. Við náðum að klára titilinn. Stjóri sem veit hvenær á að vera strangur og veit hvenær á að taka pressuna af liðinu,"
endaði van Persie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner