þri 30. mars 2021 07:00
Magnús Már Einarsson
Aukaæfingin - Fyrir alla krakka sem vilja bæta sig
Mynd: Aukaæfingin
Þekkir þú einhverja/einhvern sem langar að bæta sig í fótbolta fyrir sumarið? Nú er hægt að nýta samkomubannið til framfara með því að skrá sig í Aukaæfinguna.

Aukaæfingin býður meðal annars upp á einstæklinsæfingar í formi fjarþjálfunar fyrir fótboltakrakka sem vilja gera meira. Fyrirtækið er nú með vorafslátt af áskriftum sem hentar ákaflega vel þeim krökkum sem vilja nýta vorið til að undirbúa sig eða æfa meira en aðrir fyrir tímabilið.

Í áskriftinni eru æfingar og aukaefni sem er mismunandi í hverjum mánuði (t.d. viðtöl, markmiðasetning, greinar og fyrirlestrar)
Viðtökur fyrirtækisins hafa verið góðar, en yfir 150 iðkendur og 8 íþróttafélög hafa nýtt sér þjónustuna sem Aukaæfingin býður upp á. Áskriftin samanstendur af einstæklingsæfingum og vönduðu aukaefni. Æfingarnar semur Hallgrímur Jónasson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður, en hann er að leggja lokahönd á UEFA-A þjálfarapróf.

„Markmið Aukaæfingarinnar er að vekja áhuga ungra knattspyrnuiðkenda á því að æfa sig aukalega, skapa sér hollar lífsvenjur og að hafa gaman af íþróttinni,” eins og segir í viðtali sem Fótbolti.net tók við Aukaæfinguna á dögunum.

Nánar má lesa um Aukaæfinguna á www.aukaæfingin.is
Athugasemdir
banner
banner