Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. mars 2021 08:20
Elvar Geir Magnússon
Í beinni - Fréttamannafundir landsliða Íslands
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun, miðvikudag, er komið að síðustu leikjum U21 og A-landsliðsins í þessum glugga.

Í dag verða fréttamannafundir fyrir þessa leiki og við fylgjumst með þeim í beinni textalýsingu.

09:00 - Fréttamannafundur U21 landsliðsins

10:45 - Fréttamannafundur A-landsliðsins

U21-landsliðið mætir ógnarsterku liði Frakka í lokaleik sínum í riðlinum í undankeppni EM klukkan 16 á morgun.

Klukkan 18:45 verður svo leikur A-landsliðsins í Liechtenstein, leikur sem verður að vinnast. Það hefur gustað í kringum A-landsliðið og áhugaverður fréttamannafundur framundan.

11:08
Það held ég! Segjum þetta gott frá þessum vettvangi þennan daginn.

Frakkland - Ísland á morgun klukkan 16 í U21.

Liechtenstein - Ísland A-landsleikur klukkan 18:45.

Báðir í beinum textalýsingum hjá okkur auðvitað. Góðar stundir!

Eyða Breyta
11:03
Vandræði með markaskorun eru ekki ný, íslenska liðið hefur skorað 4 mörk í síðustu tíu leikjum. Eru þið búnir að greina það vandamál og teljið ykkur geta komið með lausnir á því á morgun?

Arnar: "Þetta er staðreynd. Leikurinn gegn Armeníu var lokaður leikur með fáum færum í. En það voru móment í leiknum sem við hefðum getað gert betur til að skapa færi. Þetta er eitt af þeim verkefnum, að reyna að stilla þetta af og reyna að laga þennan hluta leiksins. Í dag vorum við að æfa þennan hluta leiksins."

Eyða Breyta
11:01
Þið æfðuð á vellinum áðan, hvernig líst þér á aðstæður fyrir leikinn á morgun?

Arnar: "Völlurinn er fínn og hefur ekkert breyst frá því að ég kom hérna síðast. Völlurinn er ekki í toppstandi en ég bjóst eiginlega við honum verri. Veðrið er frábært og við getum ekki búið til afsakanir varðandi völlinn. Við ætlum að ná í þrjú stig sama hvernig völlurinn er."

Eyða Breyta
10:58
Aron Einar um söguna frá Guðjóni Þórðarsyni varðandi Gylfa.

"Mér finnst það skítkast. Liðið hikstar og mér finnst galið að koma með svona lagað í loftið. Það er í lagi að gagnrýna okkur en að búa til sögur sem eru ekki sannar til að auglýsa eitthvað finnst mér fáránlegt."

Eyða Breyta
10:57
Arnar Viðars um mál Viðars Kjartanssonar:

"Það er mjög leiðinlegt að svona umræða sé í gangi. Það var aldrei ætlunin hjá mér að búa til leiðindamál. Mér þykir miður ef áhugi Viðars á landsliðinu hefur minnkað. Ég hef alltaf sagt að hann sé einn af þeim leikmönnum sem hefur komið til greina. Þegar svona mál koma upp þá finnst mér best að vera hreinskilinn, það kemur vel til greina að hafa samband við Viðar eftir leikinn á morgun og hreinsa loftið"

Eyða Breyta
10:55
Verða margar breytingar á liðinu?

"Við hugsum leikinn að einhverju leyti eftir því hvernig leikurinn í Armeníu fór. Við höfum þurft að búa til mörg plön. Við munum halda áfram að velja það lið sem við teljum að sé besti kosturinn fyrir hvern og einn leik."

Eyða Breyta
10:53
Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson verða ekki með á morgun (Staðfest) - Ekki heldur Albert Guðmundsson sem verður í leikbanni.

Eyða Breyta
10:51
Aron Einar segir að öll þreyta muni hverfa þegar stigið verður út á völlinn á morgun. Menn séu ákveðnir í að standa sig eftir vonbrigðin í Armeníu.

Eyða Breyta
10:49
Um að kalla U21 strákana upp:

"Vegna meiðsla og leikbanna þurfti að kalla þá upp. Svo er vafi með nokkra leikmenn á morgun. Við þurftum að sjá til þess að við værum með nægilega góð gæði í hópnum."

Eyða Breyta
10:48
Arnar ræddi við Helga Kolviðsson og segir að Helgi hafi af virðingu við Liechtenstein ekki viljað fara í smáatriðum yfir liðið. Hann hafi þó verið til í að ræða hvernig hugarfar er í leikmönnum í landinu. Það hafi verið gott spjall.

Eyða Breyta
10:46
Arnar byrjar á spurningum á ensku.

Hann segir að þjálfararnir hafi nokkuð góða mynd af því hvernig spilamennska Liechtenstein er þó liðið hafi verið með nokkur ólík leikkerfi í síðustu leikjum.

Eyða Breyta
10:45
Fundurinn verður með óhefðbundnu sniði. Fjölmiðlar senda spurningar skriflega á Youtube og Ómar ber þær upp á fundinum.

Eyða Breyta
10:40
Það verður ekki bara Arnar sem situr fyrir svörum. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er líka á fundinum.




Eyða Breyta
10:37
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi er búinn að bjóða góðan daginn. Það eru nokkrar mínútur í fund. Mikið stuð.

Eyða Breyta
10:31
Hér verður fréttamannafundurinn sýndur beint 10:45:



Eyða Breyta
10:30


Dómararnir á leik Liechtenstein og Íslands á morgun eru sænskir. Mohammed Al-Hakim er aðaldómari en hann fæddist í Írak og komst í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum fyrir að útskýra dóma og vafaatriði í leikjum sínum á Facebook. Hann gerir það ekki lengur. Al-Hakim dæmir í Evrópudeildinni

Eyða Breyta
10:21
Tímavélin


Verstu úrslit íslenskrar fótboltasögu

Ísland tapaði 3-0 á útivelli gegn Liechtenstein í október 2007, undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar, í undankeppni EM. Oft er talað um leikinn sem þann versta í sögu íslenska landsliðsins.

Liechtenstein 3 - 0 Ísland
1-0 Mario Frick (27)
2-0 Thomas Beck (80)
2-0 Thomas Beck (82)

"Við vorum niðurlægðir og erum hrikalega daprir yfir þessu. Þetta er með ólíkindum," sagði Eyjólfur í viðtali við Sýn eftir leikinn umrædda.

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen spiluðu þennan leik sem fram fór á Rheinpark Stadion í Vaduz, á sama leikvangi og leikurinn á morgun fer fram. Þetta reyndist síðasti landsleikur Arnars sem leikmaður.

Ísland (4-3-3): Árni Gautur, Kristján Örn, Hermann, Ragnar, Ívar, Brynjar Björn (Ásgeir Gunnar 86), Arnar Þór, Jóhannes Karl (Ármann Smári 52), Emil, Gunnar Heiðar (Helgi 72), Eiður Smári.

Leikurinn á morgun verður áttunda viðureign liðanna. Fjórum sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni. Síðasta viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli í aðdraganda EM 2016 þar sem íslenska liðið vann 4-0 sigur.

Eyða Breyta
10:12
Andlausir og saddir?
"Hausinn er gríðarlega mikilvægur í fótbolta og það hefur fleytt þessu íslenska liði gríðarlega langt. Manni fannst trúin á það að vinna Armeníu ekki mikil, það vantaði vilja og trú. Það var gríðarlegt áfall að fá rýtinginn í hjartað gegn Ungverjum, er það áfall enn að trufla menn? Eru menn ekki að ná að gíra sig í enn eitt verkefnið?" sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu eftir tapið gegn Armeníu.

"Þetta var fáránlega andlaust, venjulega þorir maður ekki að nota orð eins og andlaust og saddir um þetta lið en þeir eru farnir að gera það sjálfir svo maður er í fullum rétti. Maggi hefur ýmislegt til síns máls og kannski er hausinn enn fastur í Búdapest," sagði Tómas Þór Þórðarson í sama þætti.

Eyða Breyta
10:09


Eyða Breyta
10:07
Þeir fjórir sem eru komnir til A-landsliðsins upp úr U21 landsliðinu:


Sveinn Aron Guðjohnsen


Ísak Bergmann Jóhannesson


Willum Þór Willumsson


Jón Dagur Þorsteinsson

Eyða Breyta
09:54
Dramatíkin

Líklegt verður að teljast að Arnar Þór Viðarsson þurfi að svara betur fyrir ummæli sín um Viðar Örn Kjartansson á fundinum á eftir. Mátti hann koma? Ætlaði hann yfir höfuð að nota Viðar í þessu verkefni? - Arnar hefur talað í hringi varðandi Viðar í fjölmiðlum og erfitt að skilja.

Það er hinsvega búið að loka umræðunni um ummæli Guðjóns Þórðarsonar um meint illindi milli Gylfa og Eiðs Smára. Gylfi sjálfur steig fram í gær og sagði um lygasögu að ræða frá sínum gamla þjálfara.

Eyða Breyta
09:53
Íslenska landsliðið er nú á æfingu á keppnisvellinum. Helgi Kolviðsson, fyrrum aðstoðarþjálfari Íslands og aðalþjálfari Liechtenstein, kíkti í heimsókn á æfinguna. Toppmaður.



Eyða Breyta
09:53


Eyða Breyta
09:45
Raggi og Kolli ekki með

Ólíklegt er að Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson verði með íslenska landsliðinu gegn Liechtenstein.

Ragnar meiddist í upphitun fyrir tapið gegn Armeníu og Kolbeinn meiddist í leiknum sjálfum.

Aron Einar Gunnarsson og Kári Árnason spiluðu báðir 90 mínútur gegn Þýskalandi og gegn Armeníu. Geta þeir tekið þriðja lekinn á viku gegn Liechtenstein?

"Það var til dæmis aldrei ætlunin að láta Kára spila þrjá leiki í röð. Ætlunin var að láta Ragga byrja í gær til að gefa Kára hvíldina. Kári og Aron eru þeir leikmenn sem við erum að kíkja á í dag og á morgun hvernig endurhæfingin verður og hvernig þeim líður." sagði Arnar Þór Viðarsson í viðtali í gær.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið

Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með gegn Þýskalandi en hann spilað stóran hluta leiksins gegn Armenum.

"Jói kom ágætlega út úr þessu. Hann fékk högg á síðuna og við þurfum að fylgjast með honum í dag og á morgun. Ég er jákvæður með að það verði í lagi með þessa þrjá en svo er spurning hvort orkustigið verði nægilega hátt til að spila."

Búið er að kalla Jón Dag Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Svein Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson úr U21 hópnum í A-landsliðshópinn fyrir leikinn á morgun.

Eyða Breyta
09:45


Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hélt þar áfram að tala um að Ísland þurfi að breyta sinni nálgun í fótboltanum.

"Þetta er erfitt núna og hugmyndir nýrra þjálfara hafa ekki náð að festast. Leikirnir hafa verið daprir og leikmenn hafa haft manndóm í sér að viðurkenna það. Eftir þessa þrjá leiki verður tækifæri til að fara yfir hvert við viljum fara sem knattspyrnuþjóð. Leikurinn er alltaf að þróast en við erum fastir í sama gamla, sem færði okkur árangur ekki fyrir alls löngu. En leikurinn er í þróun og við verðum að fylgja því."

"Við höfum verið að tapa flestum leikjum að undanförnu. Við erum eftirá í öllum tölfræðiþáttum leiksins. Ég er ekki Einstein í stærðfræði en mín litla menntun í Fjölbrautaskóla Vesturlands gaf mér þær gáfur að ef þú ert undir í allri tölfræði leiksins þá tapar þú oftar en ekki. Þetta er ekki flókið."

"Við þurfum að vera meira með boltann og byggja liðið upp þannig að við séum ekki eins viðkvæmir fyrir skyndisóknum. Í yngri landsliðum þarf frekar að ráða í frammistöðu frekar en úrslit. Við erum of mikið að hugsa um að reyna að vinna leikina 1-0."

Eyða Breyta
09:37
Staðan... ekki góð. Tapið gegn Armeníu var hrikalegt og við erum á botninum ásamt Liechtenstein.



Það er algjör skylda fyrir íslenska landsliðið að klára leikinn á morgun með sigri. Ég er búinn að skoða mörkin fimm sem Liechtenstein fékk á sig gegn Norður-Makedóníu, ævintýralega slakur varnarleikur hjá mótherjum morgundagsins.

Eyða Breyta
09:29


Fréttamannafundur Íslands fer fram í Liechtenstein klukkan 10:45 að íslenskum tíma. Arnar Þór Viðarsson situr fyrir svörum. Það hefur gustað í kringum landsliðið, vægast sagt, og stór orð verið látin falla.

Eyða Breyta
09:25
Fréttamannafundinum er lokið

Engar stórar fyrirsagnir. Frakkar eru rosa góðir í fótbolta en okkar menn ætla að gera sitt besta.

Förum að einbeita okkur að A-landsliðinu...

Eyða Breyta
09:20
Davíð Snorri var spurður að því áðan hvort leikurinn á morgun yrði fyrsta skrefið fyrir nýjan árgang U21 landsliðsins?

"Fyrsta skrefið og ekki fyrsta skrefið. Við erum ennþá í möguleika. Við þurfum að nýta allt sem við getum. Næsta lið er næsta lið. Núna erum við með lið af stórmóti sem við erum stoltir af og hefur staðið sig að mörgu leyti vel. Við ætlum að nýta allt sem við getum í þessum leik. Þetta snýst um að klára þennan glugga 100%," segir Davíð Snorri.

Eyða Breyta
09:18


Var Andri svekktur yfir því að vera ekki kallaður í A-landsliðið?

"Já og nei. Ég hef ekki spilað mikið með Bologna og er ánægður með að vera hérna"

Eyða Breyta
09:15
Hvernig er andinn í hópnum eftir tapleikina?

"Andinn er góður og við erum allir á því að við ætlum að gefa allt sem við eigum í þessum lokaleik. Það hefur vantað upp á spilamennsku og úrslitin í síðustu leikjum en við erum allir staðráðnir í því að gera betur."

Eyða Breyta
09:13
Andri hefði viljað spila meira með Bologna á þessu tímabili. "Ég berst fyrir því á æfingum að fá að spila meira. En það er mikil samkeppni á miðsvæðinu. Ég þarf bara að vera þolinmóður og halda áfram að æfa vel," segir Andri.

Eyða Breyta
09:12
Andri Fannar segir að franska liðið sé gríðarlega sterkt en að íslenska liðið geti alveg gefið þeim leik. Liðið sé ákveðið í að sýna það á morgun.

Eyða Breyta
09:11
Andri segist svekktur yfir því að hafa ekki byrjað síðasta leik en hann virði ákvörðun þjálfarana.

Eyða Breyta
09:10
Andri Fannar er mættur.

Hann fær spurningu um vallaraðstæður og viðurkennir það að hafa búist við því að keppa á betri velli á þessu móti.

Eyða Breyta
09:05
Davíð segir mikilvægt að lenda ekki í eltingaleik á morgun, koma Frökkum ekki í einn á einn stöðu. Þá þurfi að halda 100% einbeitingu gegn þessu sterka liði.

Eyða Breyta
09:03
Ekki ljóst hver verður fyrirliði á morgun. "Eigum eftir að púsla saman endanlegu byrjunarliði og ákvörðun verður tekin í kjölfarið."

Eyða Breyta
09:00
Davíð Snorri byrjar á því að taka við spurningum. Fundurinn er farinn af stað.

Eyða Breyta
08:58
Í ljósi ástandsins í þessum heimi sem við lifum í þá er um rafrænan fund að ræða í gegnum Teams forritið skemmtilega. Fundurinn hefst eftir tvær mínútur.

Eyða Breyta
08:53
Verður Alex fyrirliði?

Spurning hver muni verða fyrirliði á morgun fyrst Jón Dagur er farinn. Alex Þór Hauksson er líklegur. Kemur í ljós rétt á eftir.




Eyða Breyta
08:49
Andri Fannar, sem verður á fréttamannafundinum eftir nokkrar mínútur, var ónotaður varamaður í 4-1 tapinu gegn Rússum og kom svo inn á 68. mínútu í tapinu gegn Dönum. Búast má við því að hann byrji leikinn á morgun. Varla væri hann á fréttamannafundinum annars?



Eyða Breyta
08:44
Staðan?
Ekki nóg með að Frakkar séu með stór nöfn í sínum röðum og nokkra af eftirsóttustu ungstirnum Evrópu heldur er mjög mikilvægt fyrir liðið að vinna sigur gegn okkur Íslendingum á morgun. Barist er um að komast í útsláttarkeppnina, tvö efstu liðin fara áfram.




Eyða Breyta
08:37


Ísak Óli ekki með með í lokaleiknum
Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson missir af lokaleik U21 árs landsliðsins á Evrópumótinu vegna tognunar. Ísak Óli yfirgaf völlinn eftir rúmlega 75 mínútur þegar Ísland lá gegn Dönum í öðrum leik riðilsins.

Róbert Orri Þorkelsson snýr hinsvegar aftur en hann var frá í leiknum gegn Dönum vegna veikinda.

Eyða Breyta
08:35
Lykilmenn farnir úr hópnum
Í gær voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson kallaðir upp í A-landsliðið. Davíð Snorri segist ánægður fyrir þeirra hönd.

"Innilega. Markmiðið er að koma leikmönnum áfram í A-landsliðið, hjálpa þeim að taka síðasta skrefið. Það að leikmenn fái kallið upp í A-landsliðið eru bara frábærar fréttir," sagði Davíð í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Smelltu hér til að horfa á viðtalið.

"Auðvitað er alltaf eftirsjá í góðum leikmönnum en við erum með góða leikmenn á staðnum ennþá, við vissum að þetta gæti komið upp og ég óska strákunum alls hins besta."



Jón Dagur er fyrirliði U21 landsliðsins og hefur verið besti leikmaður Íslands í fyrri tveimur leikjum U21 riðilsins.


Eyða Breyta
08:31
Á fréttamannafundi U21 landsliðsins munu þjálfarinn, Davíð Snorri Jónasson, og miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna, sitja fyrir svörum.




Eyða Breyta
08:30
Góðan og gleðilegan daginn! Það eru tveir fréttamannafundir framundan. Fyrst er það U21 landsliðsfundur á slaginu 9 og svo er það A-landsliðsfundur sem verður 10:45.

Við byrjum á því að einbeita okkur að U21-landsliðinu.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner