Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 30. apríl 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Cristiano er með 3 eða 4 brögð en Ronnie kom alltaf með eitthvað nýtt"
Mynd: Getty Images
Það er vinsælt að bera saman Ronaldo Nazario, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo þessa dagana. Jose Mourinho valdi fyrr í vikunni Nazario sem þann besta sem hann, Mourinho, hefði séð.

Mikael Silvestre lék með Cristiano hjá Manchester United og Nazario hjá Inter. Hann er á því að Messi og Cristiano komist ekki með tærnar þar sem Ronaldo hafði hælana.

„Hann var óstöðvandi, hann var kallaður 'El Fenomeno' (Fyrirbærið) á þeim tíma," sagði Silvestre á MUTV. „Ég spilaði gegn Messi og ég spilaði með Cristiano hjá United en Ronaldo var eitthvað annað þegar kemur að hraða."

Silvestre lék með Ronaldo tímaiblið 1998-99 sem kom í kjölfar frammistöðu Ronaldo á HM1998 sem vakti mikla athygli. Frá árinu 2003 lék svo Silvestre í fimm ár með Cristiano en Silvestre kom eftir tímabilið '99.

„Allt er í hæstu hillu hjá Ronaldo, Cirstiano er með þrjú eða fjögur brögð en Ronnie var alltaf með eitthvað nýtt. Cristiano gerir á sama tíma það sama."

„Ronaldo bjó til nýja hluti á staðnum svo þú gast ekki beint honum í eina átt því hann komst út úr öllum stöðum, sama hvað. Hann gat skorað úr hvaða stöðu sem er. Hann var að spila á einum fæti á tímapunkti en skoraði samt gegn öllum varnarmönnnum."

„Það er erfitt að bera saman leikmenn. Cristiano verður alltaf hluti af sögunni vegna markafjöldans og stöðugleikans. Hann verður einn af þeim bestu og sama gildir með Messi."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner