fim 30. apríl 2020 15:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Evrópudraumur hjá KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við erum ekki búnir að gefa út markmið ennþá en maður vill gera betur en í fyrra," sagði Hallgrímur Jónasson, spilandi aðstoðarþjálfari KA, í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag.

KA endaði í 5. sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrra sem er besti árangur liðsins síðan árið 2002. Stefnan er sett á ennþá stærri hluti á næstu árum.

„Við erum með drauma fyrir norðan. Okkur langar að fara í Evrópukeppni á næstu árum og teljum okkur vera með allt til þess."

„KA er nógu stór klúbbur og við erum með nógu mikið fjármagn til að geta verið með það gott lið að berjast um það. Fyrsta markmið er að gera betur í fyrra og læra af því. Vonandi verður tímabilið ekki eins tvískipt og í fyrra hjá okkur."


KA endaði í 5. sætinu í fyrra eftir að hafa verið lengri vel í neðri hluta deildarinnar. Hallgrímur ræddi tímabilið í fyrra og margt fleira í útvarpsþættinum.
Útvarpsþátturinn - Halló Akureyri! Heimsókn til KA
Athugasemdir
banner
banner
banner