Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 30. apríl 2020 12:56
Elvar Geir Magnússon
Flick með Bayern grímu þegar hann skrifaði undir
Stýrir Bayern til 2023
Hansi Flick lengst til vinstri.
Hansi Flick lengst til vinstri.
Mynd: Bayern München
Hansi Flick, stjóri Bayern München, hefur skrifað undir nýjan samning til 2023.

Fyllsta öryggis var gætt við undirskriftina vegna kórónaveirufaraldursins og bar hann Bayern grímu þegar gengið var frá samningnum.

Flick var aðstoðarmaður Niko Kovac en þegar Kovac var látinn fara þá tók Flick við til bráðabirgða.

Þessi 55 ára Þjóðverji fékk samning út tímabilið í desember en hann hefur unnið 18 af 21 leik sem stjóri. Nýr samningur hans er til þriggja ára.

Bayern var með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tímabilið var stöðvað vegna veirunnar en níu umferðir voru eftir. Þá var liðið á góðu skriði í Meistaradeildinni eftir að hafa unnið 3-0 sigur gegn Chelsea í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.

Flick var aðstoðarmaður Joachim Löw hjá þýska landsliðinu þegar það vann HM 2014.

Í byrjun mánaðarins var tilkynnt um nýjan samning Flick en nú er allt frágengið.
Athugasemdir
banner
banner
banner