fim 30. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson í baráttunni í leik gegn FH.
Aron Kristófer Lárusson í baráttunni í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viktor Helgi Benediktsson.
Viktor Helgi Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason.
Jón Páll Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikel Oyarzabal.
Mikel Oyarzabal.
Mynd: Getty Images
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Jón Dagur Þorsteinsson
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Ingi Gunnarsson lék upp yngri flokkana með FH áður en hann hélt til Ólafsvíkur og lék með Víkingi í Pepsi-deildinni fyrri hluta tímabilsins 2017. Seinni hluta tímabilsins var hann hjá HK.

Fyrir tímabilið 2018 skipti hann yfir til ÍA og lék stórt hlutverk þegar ÍA sigraði Inkasso-deildina og á síðustu leiktíð lék hann 21 leik með liðinu í Pepsi Max-deildinni. Hörður hefur leikið tólf U21 árs landsleiki og í vetur hefur hann verið orðaður við heimkomu í FH. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hörður Ingi Gunnarsson

Gælunafn: Höddi, Höddi Löpp einnig þótt Böddi eigi það alveg

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Ridin’ solo

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 ef minnið er ekki að bregðast mér

Uppáhalds drykkur: Raspberry blast nocco er á allt öðru leveli

Uppáhalds matsölustaður: Gló er mitt go to

Hvernig bíl áttu: Er að vinna með Kia Rio þessa stundina

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break, er ábyggilega eini maðurinn í heiminum sem hefur tekið allar seríurnar 6x

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott á playlistann minn núna

Fyndnasti Íslendingurinn: Verð að setja vinahópinn minn í heild sinni. Bíó að fylgjast með þeim. Þeir vita hverjir þeir eru.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, Smarties og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Góðan dag, þú átt ný skilaboð á þínum síðum og tölvupóst varðandi umsókn þína um atvinnuleysisbætur” Vinnumálastofnun á þessum covid tímum.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei var mér kennt

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mikel Oyarzabal, ástæða fyrir því að City vill hann

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Verð að segja Jón Páll Pálmason annars myndi ég fá að heyra það frá honum. En þeir eru nokkrir góðir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Jón Dagur félagi minn var alveg óþolandi á fyrri árum. Hefur sem betur fer betri stjórn á skapinu núna

Sætasti sigurinn: Verð að setja þegar að við unnum Inkasso í lokaleik uppá Skaga. Það var frekar ljúft

Mestu vonbrigðin: Fá ekki að taka vítinn, alveg óskiljanlegt

Uppáhalds lið í enska: Blár í gegn, Chelsea

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Myndi taka Viktor Helga Ben á frjálsri sölu aftur uppá skaga.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak er á góðri leið úti í Svíþjóð

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Árni Snær er huggulegur, með hnausþykkt hár og rassinn fullan af seðlum. Þarf ekki að segja mikið meira

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Vill ekki mála mig út í horn, þær eru margar huggulegar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7, það er klárt

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Yngsta kynslóðin í liðinu eru á allt öðrum stað en við hinir. Þeir eru nokkrir rosalegir þarna í klefanum

Uppáhalds staður á Íslandi: Rúmið mitt

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Verð að setja bara þegar að leikurinn okkar var búinn og við vorum að bíða eftir því að vita hvort við hefðum unnið Inkasso deildina eða ekki.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer með faðir vorið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Er algjör alæta þegar kemur að íþróttum en fylgist svona mest með handbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Vaporinn er það eina sem ég vill fara í

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danska var brekka í skólanum

Vandræðalegasta augnablik: Þegar við vorum á styrktaræfingu og vorum að spila blak með medicine bolta og ég tók fyrsta kastið á mig og missti boltann beint á trýnið og mölbraut á mér nefið. Það var helvíti óþægilegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Ripp, Rapp og Rupp eða betur þekktir sem Ari Leifs, Finnur Tómas og Valdimar Þór. Þessi blanda er gjörsamlega stórhættuleg og er bara best geymd á eyðieyju.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: fóbíu fyrir snákum myndi ég halda

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Kristófer, bjóst við algjörum harðhaus að norðan en svo er þetta bara algjör bangsi sem vill öllum vel og elskar að baka.

Hverju laugstu síðast: Laug því að ég væri að passa hundinn til að joina strákanna ekki í pro clubs í fifa

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: interval-hlaup, not my cup of tea

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna, borða morgunmat, skelli mér á æfingu, læra, smá cod session svo bara skoða tik tok fyrir svefninn.


Athugasemdir
banner
banner
banner