Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Knattspyrnusambandið gaf börnum í Addis Ababa treyjur
Mynd: SOS Barnaþorpin
Íslensku fótboltalandsliðin voru að eignast nýtt stuðningsfólk í Eþíópíu.

Systkinin á einu heimilinu í SOS barnaþorpinu í Addis Ababa voru í skýjunum þegar fulltrúi SOS á Íslandi afhenti þeim að gjöf íslensku landsliðstreyjuna í vettfangsferð þangað í lok febrúar. Það var KSÍ sem gaf treyjurnar.

„Knattspyrnusamband Íslands gaf treyjurnar og kunnum við sambandinu bestu þakkir fyrir," segir í frétt hjá SOS Barnaþorpunum.

Starfsfólk barnaþorpsins sagði að það sem gladdi börnin sérstaklega er hversu litrík og falleg treyjan er og að hún væri glæný og ekta; 29 Íslendingar eru SOS-styrktarforeldrar barna í barnaþorpinu í Addis Ababa.
Athugasemdir
banner
banner