Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 30. apríl 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool fær góðar fréttir í baráttunni um Werner
Powerade
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Sancho gæti fengið treyju númer sjö á Old Trafford.
Sancho gæti fengið treyju númer sjö á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Hvað gerist þegar félagaskiptaglugginn opnar loksins aftur í sumar? Ensku slúðurblöðin eru með ýmsar vangaveltur.



Liverpool hefur fengið góðar fréttir í baráttunni um Timo Werner (24) framherja RB Leipzig en hann hefur útilokað að ganga til liðs við annað félag í þýsku Bundesligunni. (Bild)

Jadon Sancho (20), kantmaður Borussia Dortmund, fær treyju númer sjö hjá Manchester United ef hann kemur til félagsins. Alexis Sanchez hefur verið með treyju númer sjö en hann er í láni hjá Inter. (Mirror)

Tanguy Ndombele (23) miðjumaður Tottenham er að íhuga framtíð sína en Barcelona hefur áhuga á honum. (Sky Sports)

Paulo Fonseca, þjálfari Roma, vill fá Pedro (32) frá Chelsea í sumar. (Corriere dello Sport)

Arsenal þarf að borga meira en 25 milljónir punda til að fá framherjann Odsonne Edouard (22) frá Celtic. (Express)

Dries Mertens (32) framherji Napoli hefur áhuga á að fara til Englands en Chelsea vill fá hann frítt í sínar raðir í sumar. (Mail)

Arsenal hefur rætt við Real Madrid um kaup á vinstri bakverðinum Sergio Reguilon (23). Sergio er í dag í láni hjá Sevilla. (Star)

Hansi Flick, þjálfari Bayern Munchen, ræddi á dögunum í hálftíma í síma við Leroy Sane (24) kantmann Manchester City. Sane hefur lengi verið orðaður við Bayern. (Bild)

Leicester hefur áhuga á Wesley Fofana (19) miðverði Saint-Etienne. (Le10Sport)

AC Milan ætlar að reyna að selja Pepe Reina (37) í sumar. Spænski markvörðurinn er í dag á láni hjá Aston Villa. (Calciomercato)

Arsenal mun reyna að fá leikmenn frítt eða í skiptum fyrir aðra leikmenn þar sem félagið á ekki mikið fé til leikmannakaupa vegna kórónaveirunnar. (Mail)

Leikmenn Manchester United þurfa að þrífa búningana sína sjálfir þegar þeir snúa til æfinga 18. maí. Leikmenn eiga líka að fara sjálfir í sturtu heima þar sem búningsklefar verða lokaðir vegna kórónaveirunnar. (Mail)

Jorginho (28) miðjumaður Chelsea esgist hafa íhugað að fara frá félaginu eftir gagnrýni frá stuðningsmönnum. (FourFourTwo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner