Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 30. apríl 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Mourinho: Gott ef við klárum tímabilið
Mynd: Getty Images
„Ég sakna fótboltans," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, í viðtali við Sky Sports á heimavelli félagsins í gær. Mourinho var staddur þar til að hjálpa til við flokka mat sem er síðan sendur til fólks sem þarf á því að halda vegna kórónaveirunnar.

„Ég sakna þess að sjá heiminn okkar eins og við öll gerum. Fótboltinn er bara hluti af mínum heimi. Við þurfum að vera þolinmóð. Þetta er barátta og við þurfum öll að berjast."

Mourinho vonast til að hægt verði að klára núverandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni en félög í deildinni funda um framhaldið á morgun.

„Ef við spilum þá níu leiki sem eru eftir á þessu tímabili þá verður það gott fyrir alla. Það verður gott fyrir fótboltann og ensku úrvalsdeildina," sagði Mourinho.

„Ef við spilum fyrir framan luktar dyr þá lít ég svo á að fótbolti sé aldrei spilaður fyrir framan luktar dyr."

„Með myndavélum þá þýðir það að milljónir eru að horfa á. Ef við löbbum einn daginn inn á tóman leikvang þá verður hann alls ekki tómur."

Athugasemdir
banner
banner