Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 15:43
Elvar Geir Magnússon
Óánægja hjá Liverpool með ummæli borgarstjórans
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool.
Mynd: Getty Images
Fótboltafélagið Liverpool hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir óánægju með ummæli borgarstjóra Liverpool, Joe Anderson.

Anderson fullyrti að hópamyndanir fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool, myndu skapa vandræði ef tímabilið færi aftur af stað. Hann segir að það gæti endað með ósköpum.

Anderson vill að tímabilinu verði aflýst.

Í yfirlýsingu Liverpool segir að ummælin séu vonbrigði og engar sannanir sem styðji fullyrðingarnar.

Liverpool segir mikilvægt að samvinna allra aðila haldi áfram. Á undanförnum vikum hafi verið rætt við stuðningsmannahópa félagsins og þeir séu ákveðnir í að virða tilmæli stjórnvalda um að halda fjarlægð.

Smelltu hér til að lesa yfirlýsinguna á heimasíðu Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner