Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 30. apríl 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Redknapp: Sýnið Bruce virðingu
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky, vill að Steve Bruce stjóri Newcastle fái að stýra liðinu áfram eftir yfirvofandi eigendaskipti. Bruce er á sínu fyrsta tímabili með Newcastle en liðið er í 13. sæti í ensku úrvaldseildinni, átta stigum frá falli.

Verðandi eigendur Newcastle eru sagðir ætla að fá Mauricio Pochettino sem stjóra fyrir næsta tímabil.

„Fólk þarf að sýna Steve Bruce meiri virðingu því hann hefur unnið virkilega gott starf hjá Newcastle. Af hverju getur hann ekki fengið tækifærið, af hverju fær Steve Bruce ekki pening til að sýna hvað hann getur gert?" sagði Redknapp.

„Hann hefur aldrei fengið þetta tækifæri áður og það er ekkert sem segir að hann geti ekki stýrt topp sex liði. Hann þekkir leikinn inn og út."

„Allir spáðu því að Newcastle myndi falla í ár en hann hefur unnið frábært starf með leikmenn sem eru ekki í hæsta gæðaflokki."

Athugasemdir
banner
banner
banner